27.2.2009 | 16:52
Kárahnjúkavirkjun fyrirgefin ?
"Ég kem hingað, herra forseti, sem stjórnmálamaður sem styður Kárahnjúkavirkjun eindregið. Ég og minn flokkur erum þeirrar skoðunar að það eigi að ráðast í þá virkjun og það eigi að byggja álver við Reyðarfjörð." sagði formaður Samfylkingarinnar. Það að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn skyldi láta sér Kárahnjúkavirkjun vel lynda hafði ekki lítið að segja fyrir framgang hennar. Nægilega víðtæk umræða úti í samfélaginu um framkvæmdina átti sér ekki stað áður en hún var samþykkt á Alþingi 8. apríl 2002. Það var rétt rúmum þremur mánuðum eftir að umhverfisráðherra sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar og leyfði hervirkið.
Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
blagg
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur áreiðanlega verið erfitt fyrir Ómar að gefast upp. Hann var búinn að berjast eins og hetja og framboðið stórskuldugt eftir síðustu kosningar. Hann náði kosningafylgi hand tveim alþingismönnum en varsla flokksræðisins sá um að halda honum úti með kosningalögum sem setja flokkshagsmuni ofar lýðræði. Íslandshreyfingin er ekki flokkur auðmanna sem geta rekið baráttu af eigin fé. Og enginn styrkir framboð sem berst gegn tortímingu náttúruauðlinda og hafnar því að fiskimiðin séu einkavædd til hagsbóta fyrir lénsherrana hjá LÍÚ. Kvótagreifar og einkavæðingapostular eru mjólkurkýr spilltu flokkanna og styrkja framboðin.
Ég ætlast til þess að Ómari verði gefinn kostur á að berjast fyrir tryggu sæti á framboðslista. Það yrði flokknum mikil sæmd.
Árni Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.