Endurnýjanleg auðlind ?

Nánar í fréttinni í Mogganum segir að flutt hafi verið 700 tonn af búnaði á svæðið á 60 stórum vörubílum með tengivagna.  Svo er sagt að unnið sé að umhverfismati á 8 aðskildum verkefnum í Þingeyjarsýslum.
  Í morgunfréttum á RUV 24nóvember 2008 var þetta :
 Inngangur: Íslendingar ættu að fylgja fordæmi Ný-Sjálendinga í umhverfismálum og tiltaka í lögum hversu mikið af gufu og vatni megi taka úr háhitasvæðum árlega, segir jarðfræðiprófessor. Þannig megi koma í veg fyrir ofnýtingu.
 Ásrún Brynja Ingvarsdóttir fréttamaður : Stefán Arnórsson prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands segir að lögin um umhverfismat taki ekki mið af eðli háhitasvæða. Þau þurfi að endurskoða bæði til góðs fyrir þá sem vilji virkja og þá sem aðhyllist verndun auðlindanna.
 Stefán :"Það er þannig með lögin að það er ekki neitt sem kveður á um hvernig eigi að ganga um auðlindina. Það er bara skilgreint hvaða áhrif nýting auðlindarinnar hefur á umhverfið og þó ekki nema að hluta til. En ég veit að t.d. á Nýja-Sjálandi, þar sem mikið er unnið að því að virkja jarðgufu til rafmagnsframleiðslu, að þar er ákvæði um það að leyfisveiting fyrir vinnslu felur í sér hversu mikið af gufu og vatni mega menn taka upp úr svæðinu árlega. Það er gert á þeirri forsendu að menn vilja ekki sjá það eða heimila það að svæðið sé ofnýtt."
 Ásrún: Stefán segir ekki vitað hversu stór háhitasvæðin eru hér á landi. Engin tvö háhitasvæði séu eins og því verði að rannsaka hvert svæði fyrir virkjun. Stefán telur að ráðist hafi verið í of stóra virkjun á Reykjanesi.
 Stefán: "Náttúrulegt varmatap svæðisins er u.þ.b. 130 varmamegavött, en það sem er tekið upp úr svæðinu núna er kannski nær 1000 varmamegavöttum, þó það séu bara 100 rafmagnsmegavött. Þannig að við erum að taka, við erum að breyta svæðinu, við erum að ganga á forðann sem að ég veit að hefur verið að safnast upp þarna núna á meira en 10 þúsund árum. Dugar hann í 100 ár, dugar hann í 50 ár, dugar hann í 200 ? Hvenær er auðlind endurnýjanleg og hvenær ekki ? Þetta þarf að skýra í hvert skipti."
 
Hér og hér er hægt að hlusta á önnur viðtöl um jarðhitanýtingu.  Það veitti víst ekki af að lesa sér til líka.

En það er kannski álíka framtíðarmúsik í djúpborun eins og vetnisvæðingu.  Álíka langsótt.


mbl.is Djúpborun í Vítismóum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk. En síðasti hlekkurinn virkar ekki ("lesa sér til").

Græna loppan (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:21

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Kannski Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar sé uppseld hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.  Bókaútgáfan er víst komin með nýjan vef einmitt núna.  Setti inn afrit af gömlu bókarkynningunni í hlekkinn.  Takk fyrir ábendinguna.

Pétur Þorleifsson , 25.3.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

blagg

Höfundur

Pétur Þorleifsson
Pétur Þorleifsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jamaik3
  • JamaikaRedMud
  • Jamaika2
  • Jamaika1
  • JamaikaVatn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband