Óttinn étur sálina

"En það voru ekki aðeins fyrirtæki, heldur vísindamenn og fræðimenn, sem sögðust ekki geta tekið þá áhættu að koma nálægt þessu máli.  Ég fann þennan ótta hjá öllum sem ég ræddi við."

Þetta sagði Ómar Ragnarsson um gerð myndar sinnar um Kárahnjúkavirkjun sem heitir "Á meðan land byggist".

Skapaðist þessi ótti vegna þess að Davíð Oddsson var forsætisráðherra ?
Kannski það hafi spilað einhverja rullu.  Þetta verður ekki stoppað, heyrðist sagt.  Kárahnjúkavirkjun hafði reyndar verið samþykkt með atkvæðum 80 % viðstaddra þingmanna, þar á meðal flestra þingmanna stærsta stjórnarandstöðuflokksins.

Árið 2002 var skrítin þöggun í gangi.  Í spjallþáttum í útvarpi og sjónvarpi var ekki minnst á Kárahnjúkavirkjun, "stærstu framkvæmd Íslandssögunnar".  Sá frasi heyrðist almennt seinna.
Það mátti finna fréttir af málinu á síðum Moggans, en hann var þykkur og mikill þá.
RAX minntist á hótanir í Draumlandinu.  Myndir hans af svæðinu sem skyldi hverfa birtust í þrem sunnudagsblöðum.

Það var sýnd mynd í Fjalakettinum, kvikmyndaklúbbi framhaldsskólanna, sem var látin heita á íslensku "Óttinn étur sálina".  Veit ekki hvaða kvikmynd það var.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

blagg

Höfundur

Pétur Þorleifsson
Pétur Þorleifsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jamaik3
  • JamaikaRedMud
  • Jamaika2
  • Jamaika1
  • JamaikaVatn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband