7.10.2009 | 15:11
Skemmtilegri frétt
er þessi af Trabantinum góða.
Sjálfsagt menguðu þeir mikið staðbundið, trabantarnir.
Eins og garðsláttuvélar, ekki mikil hollusta í því að labba með þær á undan sér hring eftir hring.
Mér skilst að staðbundin mengun í Reykjavík hafi minnkað eitthvað fyrst eftir að lög um hvarfakúta voru sett árið 1995 - þrátt fyrir aukinn bílafjölda.
En það getur ekki verið hollt að hlaupa eða hjóla meðfram mikilli bílaumferð og anda alls konar ögnum djúpt ofan í sig.
Skiptar skoðanir um loftslagsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 22:40
Sannleikurinn
Í þessari mynd Helga Felixsonar og Helgu Brekkan kemur fram á 35. mínútu og 36:22 viss sannleikur í óbeinum viðtölum.
Vill að viðtölum verði eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 15:34
Laumuleikur ekki liðinn
Í Helguvík á stærsta álver Evrópu að rísa án þess að það sé sagt hreint út. Með þessar suðvesturlínur er látið eins og þær komi því varla við. Það á ekki að líða slíkar blekkingar.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar felld úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2009 | 16:08
Óttinn étur sálina
"En það voru ekki aðeins fyrirtæki, heldur vísindamenn og fræðimenn, sem sögðust ekki geta tekið þá áhættu að koma nálægt þessu máli. Ég fann þennan ótta hjá öllum sem ég ræddi við."
Þetta sagði Ómar Ragnarsson um gerð myndar sinnar um Kárahnjúkavirkjun sem heitir "Á meðan land byggist".
Skapaðist þessi ótti vegna þess að Davíð Oddsson var forsætisráðherra ?
Kannski það hafi spilað einhverja rullu. Þetta verður ekki stoppað, heyrðist sagt. Kárahnjúkavirkjun hafði reyndar verið samþykkt með atkvæðum 80 % viðstaddra þingmanna, þar á meðal flestra þingmanna stærsta stjórnarandstöðuflokksins.
Árið 2002 var skrítin þöggun í gangi. Í spjallþáttum í útvarpi og sjónvarpi var ekki minnst á Kárahnjúkavirkjun, "stærstu framkvæmd Íslandssögunnar". Sá frasi heyrðist almennt seinna.
Það mátti finna fréttir af málinu á síðum Moggans, en hann var þykkur og mikill þá.
RAX minntist á hótanir í Draumlandinu. Myndir hans af svæðinu sem skyldi hverfa birtust í þrem sunnudagsblöðum.
Það var sýnd mynd í Fjalakettinum, kvikmyndaklúbbi framhaldsskólanna, sem var látin heita á íslensku "Óttinn étur sálina". Veit ekki hvaða kvikmynd það var.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.9.2009 kl. 05:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 13:21
Andri Snær hrósaði Kristjáni Má
á Stöð 2 fyrir að sýna hversu mikla orku 360 þúsund tonna álver í Helguvík þarf.
Hér kemur greinilega fram hjá forstjóra Alcoa að álframleiðslulínan er sniðin að þessari risastærð.
Byltingarkenndar framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2011 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2009 | 16:38
Góð hugmynd þetta
Það er fallegt lómseggið á myndinni. Maður þyrfti að heimsækja Djúpavog einhvern tímann til að skoða þetta betur. Þangað til er hægt að skoða þessa fínu fuglavefsíðu.
Man eftir mér 11 ára innan um hraun og grjót í þoku á Djúpavogi.
Gleðieggin finnast við Djúpavog | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 14:54
Jarðhiti hentar ekki stóriðju
sagði Stefán Arnórsson prófessor.
Eigum við þá ekki að taka heilu árnar úr farvegi sínum og sökkva landi í staðinn ? Nei, takk. Ekki fleiri álver.
Ekki til orka fyrir Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.10.2012 kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 08:51
Rányrkja á Reykjanesi
Reykjanesvirkjun er 100 megavött. Þau eru tekin úr eins ferkílómetra svæði. Það er víst heimsmet. Hér má skilja á Grími Björnssyni að 10 til 20 MW úr ferkílómetra sé mikið.
Mér skilst að þegar rafmagn uppá 100 MW sé virkjað úr jarðhita, þurfi að dæla upp 1000 og henda 900 sé ekki þörf fyrir heitt vatn til húshitunar. Þegar einungis rafmagn er virkjað úr jarðhita nýtist bara um 10 % af því sem tekið er upp.
Það blasir við að farið verður fram með sömu orkufrekju á Krýsuvíkursvæðinu fyrir álverið í Helguvík.
Tilboð Magma var á genginu 6,3 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 15:58
Ríkisrekin atvinnustefna
Það getur verið að náttúran hefði sloppið betur í tilfelli Kárahnjúkavirkjunar ef verkefnafjármögnun hefði ráðið ferðinni en ekki ríkisábyrgð, þ.e. ekki hefði verið ráðist í virkjunina.
Það er þó ekki víst að það tryggi náttúruvernd að jafnaði.
Hörður stýrir Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2009 | 01:54
Thin capitalization
Aðalfyrirsögnin á forsíðu Fréttablaðsins 29. júlí var : Álfyrirtækin gera skuldastöðu þjóðarbúsins verri.
Ég skildi varla, eða fannst það langsótt, hvað Steingrímur J. átti við með "fin capitalization" í þessari ræðu frá febrúar 2003. Nú skilst það betur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.7.2013 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
blagg
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar