15.7.2009 | 22:31
Skeiðarárhlaup
Hér var því lýst hversu holl Skeiðarárhlaupin væru fyrir þorskinn í sjónum. Mældust slík áhrif af hlaupinu í nóvember 1996 eftir gosið í Gjálp ?
Flaumurinn tók þá brúna af yfir Gígjukvísl. Nú er bognu járnstykki úr brúnni stillt upp við veginn með upplýsingaskilti um hlaupið. Krakkar vilja gjarnan klifra í þessu járnstykki.
Skeiðará horfin í Gígjukvísl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2009 | 11:13
Sjálfstæði Grænlands
Í pípunum er risaálver Alcoa við Maniitsoq. Sumir á Grænlandi kalla það iðnvæðingu til að halda efnahagslegu sjálfstæði. Spurning hvort ekki sé hætta á að það verði á hinn veginn.
Hvernig er VG systurflokkur IA ?
Fjórar konur í grænlensku landsstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2009 | 11:58
Hvalveiðibann árið 1915
Fróðlegt væri að lesa um hvernig það kom til að Alþingi samþykkti hvalveiðibannið árið 1915. Það var víst greinilega orðið minna um hval við Ísland - vegna rányrkju. Var það orð notað þá ?
Norðmenn starfræktu 8 hvalstöðvar á Vestfjörðum 1895 - 7 (segir í Íslandssögu a-ö eftir Einar Laxness). Fyrsta hvalstöð þeirra reis 1883 við Ísafjarðardjúp. Svo fluttu þeir sig til Austfjarða þar sem hvalstöðvarnar urðu 5. Ein sú stærsta í heimi reis 1901 á Asknesi í Mjóafirði. Forstjórinn hét Ellefsen. Þar komu 333 hvalir á land 1904 og 351 árið eftir en 170 árið 1910 stendur í árbók Ferðafélagsins 2005 eftir Hjörleif Guttormsson. Hvalveiðar voru stundaðar hér aftur frá Tálknafirði 1935-40 og svo frá Hvalfirði frá árinu 1948.
Spánverjar (Baskar) voru hér við hvalveiðar í upphafi 17. aldar.
Hugsa eins og hvalir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 15:02
Endurnýjanleg auðlind ?
Nánar í fréttinni í Mogganum segir að flutt hafi verið 700 tonn af búnaði á svæðið á 60 stórum vörubílum með tengivagna. Svo er sagt að unnið sé að umhverfismati á 8 aðskildum verkefnum í Þingeyjarsýslum.
Í morgunfréttum á RUV 24. nóvember 2008 var þetta :
Inngangur: Íslendingar ættu að fylgja fordæmi Ný-Sjálendinga í umhverfismálum og tiltaka í lögum hversu mikið af gufu og vatni megi taka úr háhitasvæðum árlega, segir jarðfræðiprófessor. Þannig megi koma í veg fyrir ofnýtingu.
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir fréttamaður : Stefán Arnórsson prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands segir að lögin um umhverfismat taki ekki mið af eðli háhitasvæða. Þau þurfi að endurskoða bæði til góðs fyrir þá sem vilji virkja og þá sem aðhyllist verndun auðlindanna.
Stefán :"Það er þannig með lögin að það er ekki neitt sem kveður á um hvernig eigi að ganga um auðlindina. Það er bara skilgreint hvaða áhrif nýting auðlindarinnar hefur á umhverfið og þó ekki nema að hluta til. En ég veit að t.d. á Nýja-Sjálandi, þar sem mikið er unnið að því að virkja jarðgufu til rafmagnsframleiðslu, að þar er ákvæði um það að leyfisveiting fyrir vinnslu felur í sér hversu mikið af gufu og vatni mega menn taka upp úr svæðinu árlega. Það er gert á þeirri forsendu að menn vilja ekki sjá það eða heimila það að svæðið sé ofnýtt."
Ásrún: Stefán segir ekki vitað hversu stór háhitasvæðin eru hér á landi. Engin tvö háhitasvæði séu eins og því verði að rannsaka hvert svæði fyrir virkjun. Stefán telur að ráðist hafi verið í of stóra virkjun á Reykjanesi.
Stefán: "Náttúrulegt varmatap svæðisins er u.þ.b. 130 varmamegavött, en það sem er tekið upp úr svæðinu núna er kannski nær 1000 varmamegavöttum, þó það séu bara 100 rafmagnsmegavött. Þannig að við erum að taka, við erum að breyta svæðinu, við erum að ganga á forðann sem að ég veit að hefur verið að safnast upp þarna núna á meira en 10 þúsund árum. Dugar hann í 100 ár, dugar hann í 50 ár, dugar hann í 200 ? Hvenær er auðlind endurnýjanleg og hvenær ekki ? Þetta þarf að skýra í hvert skipti."
Hér og hér er hægt að hlusta á önnur viðtöl um jarðhitanýtingu. Það veitti víst ekki af að lesa sér til líka.
En það er kannski álíka framtíðarmúsik í djúpborun eins og vetnisvæðingu. Álíka langsótt.
Djúpborun í Vítismóum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.9.2015 kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2009 | 10:43
Önnur góð heimildarmynd
Hér er hægt að horfa á myndina Kónga sem var gerð árið 1999. Hún er um svipað efni og mynd Andra Snæs og Þorfinns.
Margir kóngar í sigtinu á Reykjanesskaga.
Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.11.2014 kl. 04:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 16:52
Kárahnjúkavirkjun fyrirgefin ?
"Ég kem hingað, herra forseti, sem stjórnmálamaður sem styður Kárahnjúkavirkjun eindregið. Ég og minn flokkur erum þeirrar skoðunar að það eigi að ráðast í þá virkjun og það eigi að byggja álver við Reyðarfjörð." sagði formaður Samfylkingarinnar. Það að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn skyldi láta sér Kárahnjúkavirkjun vel lynda hafði ekki lítið að segja fyrir framgang hennar. Nægilega víðtæk umræða úti í samfélaginu um framkvæmdina átti sér ekki stað áður en hún var samþykkt á Alþingi 8. apríl 2002. Það var rétt rúmum þremur mánuðum eftir að umhverfisráðherra sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar og leyfði hervirkið.
Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2008 | 15:40
Afmælisveislan
Harold Pinter látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 23:21
Útvarp á traktor
Göran Persson, sem var forsætisráðherra Svíþjóðar í tíu ár, sagði í sjónvarpsviðtalinu í kvöld að hann væri nú bóndi sem hlustaði á þingumræður í útvarpi þegar hann væri að keyra traktorinn. Hér uppi á Íslandi er sá möguleiki ekki til staðar. Það er frekar fáránlegt.
Ég náði að hlusta svolítið á umræður í borgarstjórn í dag á FM 98,3. Það var útaf fyrir sig fróðlegt.
Enn reynt við útvarp frá Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2008 | 20:31
Súrálsverksmiðjur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2008 | 14:38
Ferðir áætlunarbíla
Um bloggið
blagg
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar