Kings

Hér er myndin Kóngar með enskum texta.  Ég finn ekki ummæli kvikmyndagagnrýnanda um þessa ágætu mynd, sem var sýnd á Stöð 2, en hér, hér, og hér er sagt frá henni.

Kóngar

Hérna er kvikmyndin Kóngar, um fyrirhugaða virkjun á Eyjabökkum árið 1999.

Ekki niðurdæling

Heita vatnið, sem kom til þegar Nesjavallavirkjun var stækkuð vegna álversins á Grundartanga, hefur ekki verið notað til að hita upp kalt vatn fyrir hitaveituna.  Heitavatnsæðin til Reykjavíkur myndi ekki anna þeirri viðbót.  Hvað verður um þetta háhitavatn er ekki ljóst.  Því virðist ekki verið dælt niður í jarðhitageyminn heldur látið leka niður í grunnvatnið.


mbl.is Ekki vitað hvaðan kvikasilfrið kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Billie Holiday

syngur Strange Fruit

Ofríkisstjórn

Samkvæmt 79. grein þingskapalaganna getur 2/3 hluti þingmanna veitt afbrigði frá rannsóknum þingnefnda og frestum milli umræðna.  Þetta þýðir að ríkisstjórnin getur keyrt hvað sem er í gegn á ofsahraða enda séð til þess að þingmenn segi mest lítið.

Misgengishreyfingar

Í ítarlegri útgáfu af þessari frétt Mbl. segir : "Páll segir áhyggjur af áhrifum á t.d. Kárahnjúkasvæðið óþarfar vegna fjarlægðar og ólíklegt að hræringarnar hafi áhrif að nokkru marki á sprungukerfi svo langt í burtu."  Hins vegar stóð þetta um árið : "Virkni í nærliggjandi eldstöðvakerfum meðal annars Öskju, Kverkfjöllum og Snæfelli kann einnig að leiða til misgengishreyfinga við Kárahnjúka."
mbl.is Helmingslíkur á gosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svört virkjun

Iðnaðarráðherra sagði við gangsetninguna að græn ímynd orkunotkunar íslendinga væri Landsvirkjun að þakka.  Veit ráðherrann ekki að helmingur af orkunotkuninni telst vera vegna hitaveitu úr jarðvarma ? Landsvirkjun hefur ekkert með hitaveitur að gera. Og ekki heldur þótt virkjað sé fyrir Alcoa á Húsavík og aðeins 12 % af orkunni nýtist þar sem ekki vantar hitaveitu á svæðið.

Einnig minntist hann á Nelson Mandela í ræðunni og er það nafn feitletrað á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar.  Mandela kynnti skýrslu Heimsnefndarinnar um stíflur árið 2000.  Kárahnjúkavirkjun er á svörtum lista, ekki grænum.

 


mbl.is Kárahnjúkavirkjun 5 til 6% yfir áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra samhengið

Með Kárahnjúkavirkjun er Jökulsá á Brú/Dal tekin úr farvegi sínum til þúsunda ára og vatnið látið renna í Lagarfljót sem mun verða dekkra þótt megnið af 9 milljón tonna aurframburðinum verði eftir í Hálslóni.  Tekið er fyrir rennslissveiflur milli dags og nætur og árstíðasveiflur.  Þetta hlýtur að hafa áhrif á vistkerfi, ekki sízt vistkerfi sjávar.  Maður getur sagt sér það sjálfur.  Það er furðulegt að hafa farið út í þennan gjörning vegna einnar verksmiðju.
mbl.is Kárahnjúkafoss horfinn í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OR kaupir rafmagn af LV

Það gleymist í umræðunni að OR kaupir rafmagn í miklum mæli af Landsvirkjun, á þrisvar sinnum hærra verði en stóriðjan fær það á, og selur áfram í smásölu til borgarbúa.  Landsvirkjun hefur haft miklu meiri tekjur af sölu til almenningsveitna þótt 70 % af rafmagnsframleiðslunni fari til stóriðju.  OR selur sitt framleidda rafmagn væntanlega ekki á mikið hærra verði til stóriðju en Landsvirkjun.
mbl.is OR með mörg járn í eldinum og meiri eftirspurn en framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

blagg

Höfundur

Pétur Þorleifsson
Pétur Þorleifsson
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Jamaik3
  • JamaikaRedMud
  • Jamaika2
  • Jamaika1
  • JamaikaVatn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband