1.6.2011 | 10:44
Rannsóknarleyfi í Grændal
Tíunda maí veitti Orkustofnun Sunnlenskri orku rannsóknarleyfi í Grændal.
Maður hélt að búið væri að friða hann. Svo er víst ekki.
Grændalur er tíundaður í "Fagra Íslandi" Samfylkingarinnar.
Kannski verður það sagt að þetta sé ekki á valdi ráðherra.
1.6.2011 | 08:26
Sérleyfafrumskógur
Ef maður hringir í Umferðarmiðstöðina og spyr um rútu til Patreksfjarðar er ekki víst að rétt svar fáist.
Að þurfa að grafa upp nafnið á sérleyfishafanum til að finna út rútuáætlun er í meira lagi óaðgengilegt.
Ég fann eina vefsíðu á ensku þar sem rútuáætlanir landsins eru á einum stað. En þar fylgja með símanúmer til að athuga hvort áætlunin sé örugglega rétt.
Strætó keyrir til Hveragerðis og Selfoss oft á dag. Má þá ekki kaupa far til Selfoss með áæltunarbíl sem fer t.d. til Hafnar í Hornafirði ? Fargjaldið til Hveragerðis og Selfoss er allavega tiltekið HÉR.
Lögbann á Kynnisferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2011 | 10:30
Hvaða rúta gengur þangað ?
Til þess að finna áætlanir rútanna á landinu þarf að grafa upp hver er með sérleyfið á hverri leið. Svo getur verið annað nafn á fyrirtækinu sem keyrir en þeim aðila sem skráður er með sérleyfið. Áætlanarnir ættu auðvitað að vera aðgengilegar á einni vefsíðu. Svo er engan veginn. Og þó. Ekki að furða að fáir séu í ferðum.
Milljarður á ári í samgöngur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2011 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2011 | 21:18
Agent Orange : Díoxín
A.m.k. 46 milljón lítrum var úðað yfir Víetnam á árunum 1962 til 1971. Stendur hér í Tímariti Morgunblaðsins.
Notuðu hættulegt eitur til að eyða kjarrgróðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 10:39
Bomba Magma
Það er verið að myndast við að skilgreina sjálfbærni nýtingar jarðhitasvæða. Það vantar inn í lög um umhverfismat hve mikið af vatni og gufu megi taka upp (24.11.08). Sérfræðingur (nú í stjórn Landsvirkjunar) segir að jarðhitavirkjanir henti ekki stóriðju.
En nú kemur Magma sisona með aðferð sem tryggir 1000 rafmagnsmegavött á ári !
Það er ekki tími til að bíða eftir djúpboruninni.
Tundurskeyti brennt til örvunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2010 | 11:57
Hverju skal trúa ?
Orkustofnun hefur dregið að gefa út virkjunarleyfi fyrir þessari stækkun Reykjanesvirkjunar af því að SVÆÐIÐ er nú þegar TALIÐ stórlega ofnýtt.
Fjallaði þessi starfshópur eitthvað um sjálfbærnina þarna suður frá ?
Það var inni í myndinni fyrir nokkrum árum að leggja gufuleiðslu frá Trölladyngju til Keilisness eða Straumsvíkur til að hita upp vítissóda fyrir vinnslu súráls úr báxíti. Það er kannski enn bak við eyrað ?
Að minnsta kosti 2 milljónir tonna af rauðri leðju fellur nú til árlega einhvers staðar vegna álframleiðslu á Íslandi.
Álver að komast á skrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2010 | 22:58
Hentar súrál jarðhita ?
Að einu leyti hefði súrálsverksmiðja verið skynsamlegri en álverksmiðja við Húsavík. Það stóð til að nýta heita vatnið eða gufuna beint. Það hefði þýtt betri nýtingu (88 %) á orkunni en ef eingöngu væri framleitt rafmagn (12 %) úr henni.
Í Gíneu í Vestur-Afríku er mest af báxíti í heiminum. En þar er lítið um súrálsverksmiðjur, skilst mér. Báxítið er flutt óunnið út. Einhverjir rússar, sem eiga námur þar, sögðust árið 2002 vilja reisa hér súrálsverksmiðju með 2 milljóna tonna framleiðslu. Það hefði þýtt flutning á 4 milljónum tonnum af báxíti hingað árlega. Og tveggja milljón tonna indælis úrgangur dagaði uppi hér.
Til að framleiða 2 milljón tonn af súráli þarf 8 milljón tonn af gufu. Er mikið mál að dæla svo miklu magni upp ? Yrði það ekki gert hvort sem er ef álver uppá 360 þúsund tonn yrði knúið með rafmagni úr jarðhita ? Þá kæmi súrálsverksmiðjan kannski bara seinna. Maður veit aldrei.
Óttast aðra eiturleðjuflóðbylgju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2010 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2010 | 10:53
Lyngmói eða lúpína ?
Snorri Baldursson skrifar HÉR grein í Fréttablaðið þar sem hann svarar grein Vilhjálms Lúðvíkssonar : Til varnar líffjölbreytni á Íslandi - síðari grein
Áður hafði Snorri skrifað SVAR við fyrri GREIN Vilhjálms.
Það fer nú ekki mikið fyrir þessum skoðanaskiptum þótt hér á ÞESSARI bloggsíðu megi finna í athugasemdum heilmikinn hita.
Hálfgert var tekið undir í LEIÐARA Fréttablaðsins það sem Margrét Jónsdóttir SKRIFAÐI : "Það er sem sagt lyngið sem hverfur í sumum tilfellum og hvað með það ?"
Mér er ekki sama um það og ég held að það eigi við um marga fleiri þó þeir hafi ekki orð á því.
7.6.2010 | 13:50
Bremsurnar virkjaðar
15.4.2010 | 20:31
Góður aurframburður
Þarna í fréttinni er gengið út frá því sem staðreynd að aurframburðurinn næri lífríki hafsins.
Það er útaf (mp3) fyrir sig athyglisvert.
Bæði jákvætt og neikvætt í lífríki hafsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.5.2010 kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
blagg
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar